
Mexíkóski dómarinn César Ramos mun dæma leik Frakklands og Marokkó í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Katar á miðvikudag en þetta varð ljóst í dag.
Ramos hefur komið að mörgum leikjum á þessu móti en hann dæmdi meðal annars leik Marokkó og Belgíu í riðlakeppninni er Marokkó vann óvæntan sigur.
Þá var hann á flautunni í leik Danmerkur og Túnis og svo leik Portúgals og Sviss í 16-liða úrslitum.
Ramos fær nú stærsta leik sinn til þessa á HM en hann mun dæma leik Frakklands og Marokkó í undanúrslitunum.
Árið 2018 dæmdi hann í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins en fékk ekki fleiri verkefni á því ágæta móti og þetta því mikið afrek fyrir dómarann.
Athugasemdir