Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. desember 2022 18:28
Brynjar Ingi Erluson
César Ramos dæmir leik Frakklands og Marokkó
Mynd: EPA
Mexíkóski dómarinn César Ramos mun dæma leik Frakklands og Marokkó í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Katar á miðvikudag en þetta varð ljóst í dag.

Ramos hefur komið að mörgum leikjum á þessu móti en hann dæmdi meðal annars leik Marokkó og Belgíu í riðlakeppninni er Marokkó vann óvæntan sigur.

Þá var hann á flautunni í leik Danmerkur og Túnis og svo leik Portúgals og Sviss í 16-liða úrslitum.

Ramos fær nú stærsta leik sinn til þessa á HM en hann mun dæma leik Frakklands og Marokkó í undanúrslitunum.

Árið 2018 dæmdi hann í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins en fékk ekki fleiri verkefni á því ágæta móti og þetta því mikið afrek fyrir dómarann.
Athugasemdir
banner
banner
banner