„Ég er ánægur með sjálfan mig en ég er ekki ánægður með hvernig liðinu gekk. Örebro byrjaði vel og þegar ég mætti þá var liðið ofarlega í deildinni, síðan fór þetta aðeins að detta niður hjá okkur, lykilmenn fóru að meiðast og þá gekk þetta ekki alveg upp og við enduðum neðarlega. Maður vill alltaf að liðinu gangi vel, en ég var nokkuð ánægður með sjálfan mig - hvernig mér gekk. Ég byrjaði flest alla leiki sem ég bjóst ekki endilega við," sagði Valgeir Valgeirsson við Fótbolta.net fyrir helgi.
Valgeir fór frá uppeldisfélagi sínu HK í júlí og samdi við Örebro í Svíþjóð sem spilar í næstefstu deild.
Valgeir fór frá uppeldisfélagi sínu HK í júlí og samdi við Örebro í Svíþjóð sem spilar í næstefstu deild.
„Ég er að spila sem miðjumaður en hef einnig fengið mínútur í bakverði og á kanti - 95% af tímanum er ég á miðjunni, í áttunni. Mínar tvær uppáhaldsstöður eru hægri bakvarðarstaðan og miðjan. Ég er notaður sem bakvörður í landsliðinu og maður vill spila sömu stöðu í félagsliðinu. En ég er hrikalega ánægður að vera á miðjunni líka, hef verið þar síðan ég var lítill strákur. Það er jákvætt að geta spilað fleiri en eina stöðu."
„Það kom mér á óvart, þegar ég fór út var planið að ég væri hægri bakvörður hjá liðinu. Félagið seldi hægri bakvörð til Hollands og ég átti að koma inn í staðinn fyrir hann. En ég var bara færður strax á miðjuna og síðan hélt það áfram. Núna veit ég að það sé horft í mig sem miðjumann hjá liðinu og ég er sáttur með það, ekkert að kvarta yfir því."
Hvað er markmiðið fyrir næsta tímabil?
„Eins og staðan er núna er ég bara í fríi og er ekki kominn með neitt á þessum tímapunkti. Ég held það sé mjög gott að taka sér frí eftir þetta erfiða tímabil hjá liðinu og koma sterkari til baka. Markmið 1, 2 og 3 er að byrja alla leiki og gera sitt besta fyrir liðið. Síðan á ég eftir að skrifa niður hin markmiðin sem ég ætla að hafa til hliðar fyrir mig sjálfan."
Hvernig er sænskan?
„Hún er ekki góð akkúrat núna, ég er byrjaður að fara í sænsku tíma tvisvar í viku á netinu með sænskum kennara. Ég er að bæta mig og vona innilega að ég verði mjög góður í sænskunni, bæði að skilja og tala hana áður en tímabilið sjálft byrjar," sagði Valgeir. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.
Annað úr viðtalinu:
Valgeir: Ef ég hefði farið þá hefði tækifærið hjá Örebro ekki komið
Athugasemdir