NFL-leikmaðurinn JuJu Smith-Schuster fylgdi í fótspor ensku goðsagnarinnar Wayne Rooney er hann fagnaði snertimarki með Kansas City Chiefs í gærkvöldi.
Kansas City mætti Denver Broncos í gær og fóru þar með sigur af hólmi í hörkuleik.
Smith-Schuster skoraði snertimark í þriðja leikhluta og fagnaði því að hætti Rooney.
Hann tók sama fagn og Rooney tók í leik gegn Tottenham árið 2015. Hann fagnaði þar með því að gera grín að atviki sem fangaði athygli fjölmiðla. Rooney var þá á heimili sínu þar sem hann tók upp á því að stunda hnefaleika með Phil Bardsley, þáverandi leikmanni Stoke. Það endaði með því að Bardsley náði góðu höggi á Rooney sem steinlá.
„Þetta voru vinir að leika sér í heimahúsi," sagði Rooney um fagnið en hann hafði gaman að því að sjá Smith-Schuster leika það eftir. Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
???????????????????? https://t.co/1Qv4Au6FSw
— Wayne Rooney (@WayneRooney) December 12, 2022
Athugasemdir