
Aurélien Tchouameni og Dayot Upamecano voru ekki með franska landsliðinu á æfingu í dag, en liðið undirbýr sig fyrir mikilvægan undanúrslitaleik gegn Marokkó á HM í Katar.
Tchouameni hefur reynst traustur á miðju franska landsliðinu á mótinu og skoraði meðal annars þrumufleyg í 2-1 sigrinum gegn Englandi á dögunum er Frakkar tryggðu farseðilinn í undanúrslitin.
Hann var ekki með á æfingu liðsins í dag en Frakkar spila við Marokkó á miðvikudag.
Dayot Upamecano, varnarmaður Frakka, var ekki heldur með og er talið að þessir tveir leikmenn missi af leiknum gegn Marokkó.
Frakkar eru þó ekki í miklu basli með að leysa þá af. Ibrahima Konaté gæti tekið stöðu Upamecano í leiknum og þá eru þeir með Jordan Veretout og Matteo Guendouzi til að berjast um stöðu Tchouameni.
Athugasemdir