Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. desember 2022 15:12
Elvar Geir Magnússon
Tottenham að hefja viðræður við Conte um nýjan samning
Tottenham er að búa sig undir að hefja viðræður við Antonio Conte um nýjan samning. Núgildandi samningur Conte rennur út eftir tímabilið.

Conte tók við stjórnartaumunum hjá Spurs í nóvember 2021 eftir að Nuno Espirito Santo var rekinn.

Conte hefur gagnrýnt vissa þætti hjá félaginu síðan hann tók viuð, meðal annars þegar kemur ða leikmannakaupum. Í október talaði hann um að Tottenham þyrfti stærri hóp til að berjast á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

The Athletic segir að síðar í þessari viku eigi að fara af stað viðræður við Conte um nýjan samning.

Tottenham er í fjórða sæti enku úrvalsdeildarinnar og mun mæta Brentford á öðrum degi jóla, þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað.
Athugasemdir
banner
banner
banner