
Virgil van Dijk, fyrirliði hollenska landsliðsins, segist stoltur af frammistöðu liðsins á heimsmeistaramótinu í Katar.
Hollenska liðið hefur oft átt betri daga en á þessu heimsmeistaramóti.
Frammistaðan var gagnrýnd af mörgum helstu spekingum Hollands og fór það svo að liðið datt úr leik í 8-liða úrslitum gegn Argentínu eftir vítakeppni.
Van Dijk, sem er fyrirliði liðsins, tjáði sig á Instagram í dag og sagðist ekki geta verið neitt annað en stoltur af liðinu.
„Get ekki verið annað en stoltur af þessu liði. Við gáfum allt okkar í þetta en því miður var þetta ekki okkar mót,“ sagði Van Dijk.
„Verð ævinlega þakklátur fyrir að hafa fengið að spila og leiða þjóð mína stærsta sviði fótboltans. Þetta er afar sérstakur hópur og við munum snúa aftur,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir