Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. desember 2022 23:07
Brynjar Ingi Erluson
Viðurkennir að PSV gæti selt Gakpo í janúar
Marcel Brands, yfirmaður fótboltamála hjá hollenska félaginu PSV Eindhoven, viðurkennir að Cody Gakpo gæti yfirgefið félagið í janúarglugganum.

Áhuginn á Gakpo er mikill og þá sérstaklega eftir frammistöðu hans á HM í Katar.

Hollenski framherjinn skoraði þrjú mörk fyrir Hollendinga á mótinu og var einn af ljósu punktum liðsins.

Gakpo, sem er 23 ára gamall, hefur þá verið að raða inn mörkum í hollensku deildinni og virðist nú tilbúinn að taka næst skref ferilsins og fara í eina af fimm stærstu deildum Evrópu.

Real Madrid er sagt leiða baráttuna um hann gæti farið strax í janúar ef marka má orð Brands. Fyrir heimsmeistaramótið taldi hann útilokað að félagið myndi selja Gakpo á miðju tímabili en hljóðið er annað í honum núna.

„Maður verður að vera raunsær. Ef við tölum um Cody Gakpo og verðmiðann sem er fastur við hann, þá eru kannski tíu eða tólf félög í Evrópum sem hafa efni á að fá hann. Við höfum ekkert rætt upphæðina, en ef rétta félagið kemur og Cody vill fara þá er það þannig. Þetta samkomulag var gert áður en ég kom, en það verður að vera metupphæð til að hann yfirgefi PSV. Þá veistu í hvaða átt þetta á að fara.“

„Fjölmiðlar láta þetta líta út fyrir að öll félögin standa í röð til að reyna að fá hann, en raunveruleikinn er sá að við vitum ekkert um áhuga á honum. Það er allt frekar rólegt. Ég hef talað við Cody og hann er núna að fara í tíu daga frí. Ef það er eitthvað í gangi þá veit Cody kannski af því eða þeir sem sjá um hans mál, en við vitum ekkert,“
sagði Brands í hlaðvarpsþætti hjá stuðningsmannafélagi PSV.
Athugasemdir
banner
banner
banner