Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   lau 28. september 2024 12:22
Ívan Guðjón Baldursson
Carl Jenkinson kominn aftur til Englands (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Enska félagið Bromley FC er búið að krækja í varnarmanninn leikreynda Carl Jenkinson, sem á 70 keppniseiki að baki fyrir meistaraflokk Arsenal og einn A-landsleik fyrir England.

Jenkinson er 32 ára gamall og kemur til Bromley eftir tveggja ára dvöl hjá Newcastle Jets í ástralska boltanum, en þar áður var hann samningsbundinn Nottingham Forest í þrjú ár.

Bromley leikur í fjórðu efstu deild enska deildakerfisins, í deild sem heitir League Two. Þar er liðið með 7 stig eftir 7 umferðir á tímabilinu.

Jenkinson kemur til Bromley á frjálsri sölu og gæti reynst mikill liðsstyrkur fyrir félagið, enda með 93 úrvalsdeildarleiki að baki í heildina fyrir Arsenal og West Ham.


Athugasemdir
banner
banner
banner