Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   lau 28. september 2024 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta um Pep: Samkeppni mun aldrei koma í veg fyrir vinskap
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta lærði margt undir stjórn Pep Guardiola hjá Manchester City og hefur síðan þá tekist að búa til fótboltalið sem getur veitt Man City alvöru samkeppni í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

Nýlega hefur samkeppnin á milli Arsenal og Man City færst í aukana og var mönnum ansi heitt í hamsi eftir 2-2 janfteflisleik liðanna um síðustu helgi, þar sem Arteta og Guardiola virtust skjóta lausum skotum á hvorn annan. Það hefur þó ekki haft nein áhrif á vinskapinn samkvæmt Arteta.

„Ég elska, dýrka og dái Pep Guardiola. Ég dái liðið hans og allt sem hann hefur gert," sagði Arteta um læriföður sinn. „Við eigum fagmannlegt samband í fótboltaheiminum og svo persónulegan vinskap í alvöru heiminum. Ef persónulegi vinskapurinn myndi skaðast útaf fótbolta þá myndi ég ekki tala við hann aftur!

„Samkeppni í fótbolta mun aldrei koma í veg fyrir vinskap. Það er ég viss um."


Arteta svaraði fleiri spurningum á fréttamannafundinum í gær, fyrir leik Arsenal gegn Leicester sem fer fram í dag.

„Við beitum ákveðnum taktíkum til að gefa okkur meiri möguleika á að ná í stig. Þetta er hluti af leiknum. Ég vil ekki fara á YouTube til að skoða kjánalegu hlutina sem við höfum gert á tímabilinu, ég vil fara á YouTube í maí og sjá okkur lyfta titlinum. Þetta snýst allt um það og ekkert annað.

„Öll neikvæð gagnrýni sem við erum að fá segir ýmislegt um hvert við erum komnir sem félag. Það hafa sjaldan verið jafn miklar væntingar hjá Arsenal og við þurfum að spila enn betur ef við viljum vinna eitthvað. Það er bara þannig."


   28.09.2024 11:00
Pep biður Arteta um útskýringu: Kannski hefur hann einhverjar upplýsingar

Athugasemdir
banner