Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   lau 28. september 2024 10:36
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Newcastle og Man City: Isak meiddur - Lewis á miðjunni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Newcastle United tekur á móti Manchester City í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni sem er jafnframt stærsti leikur laugardagsins.

Þar eru stærstu fregnirnar þær að Alexander Isak missir af leiknum með brotna tá og mun Anthony Gordon spila sem fremsti sóknarmaður þar sem Callum Wilson er einnig að glíma við meiðsli.

Lewis Hall byrjar þá í vinstri bakvarðarstöðunni og er Sandro Tonali á miðjunni ásamt Brasilíumönnunum Joelinton og Bruno Guimaraes.

Rico Lewis og Mateo Kovacic koma inn á miðjuna hjá Englandsmeisturum Man City og eiga að fylla í skarðið sem Rodrigo skilur eftir með meiðslunum sínum. Þá er Kevin De Bruyne einnig fjarverandi vegna meiðsla.

Phil Foden og Matheus Nunes byrja á bekknum hásamt Jeremy Doku, Savinho og John Stones. Jack Grealish fær tækifæri úti á vinstri kanti.

Newcastle: Pope, Trippier, Schar, Burn, Hall, Joelinton, Tonali, Guimaraes, Gordon, Barnes, Murphy
Varamenn: Dubravka, Krafth, Osula, Livramento, Almiron, Kelly, Willock, Longstaff, Murphy

Man City: Ederson, Walker, Akanji, Dias, Gvardiol, Kovacic, Lewis, Gundogan, Bernardo, Grealish, Haaland
Varamenn: Ortega Moreno, Carson, Stones, Doku, Savinho, Nunes, Foden, McAtee
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 6 4 2 0 14 6 +8 14
2 Liverpool 5 4 0 1 10 1 +9 12
3 Aston Villa 5 4 0 1 10 7 +3 12
4 Arsenal 5 3 2 0 8 3 +5 11
5 Newcastle 6 3 2 1 8 7 +1 11
6 Chelsea 5 3 1 1 11 5 +6 10
7 Brighton 5 2 3 0 8 4 +4 9
8 Nott. Forest 5 2 3 0 6 4 +2 9
9 Fulham 5 2 2 1 7 5 +2 8
10 Tottenham 5 2 1 2 9 5 +4 7
11 Man Utd 5 2 1 2 5 5 0 7
12 Brentford 5 2 0 3 7 9 -2 6
13 Bournemouth 5 1 2 2 5 8 -3 5
14 West Ham 5 1 1 3 5 9 -4 4
15 Leicester 5 0 3 2 6 8 -2 3
16 Crystal Palace 5 0 3 2 4 7 -3 3
17 Ipswich Town 5 0 3 2 3 8 -5 3
18 Southampton 5 0 1 4 2 9 -7 1
19 Everton 5 0 1 4 5 14 -9 1
20 Wolves 5 0 1 4 5 14 -9 1
Athugasemdir
banner
banner
banner