Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   lau 28. september 2024 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Luis Díaz: Markmiðið er að vinna allar keppnir
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Luis Díaz segist vera gríðarlega ánægður að spila undir stjórn Arne Slot hjá Liverpool, enda hefur þessi kólumbíski kantmaður skorað fimm mörk og gefið eina stoðsendingu í fimm fyrstu leikjum enska úrvalsdeildartímabilsins.

Það tók Díaz meira en sex mánuði að skora 5 mörk á síðasta úrvalsdeildartímabili og vonast hann til að berjast við Erling Haaland um markakóngstitilinn.

„Ég er alltaf að reyna að bæta mig sem leikmaður og ég er mjög ánægður með þessa byrjun. Það er frábært að vera næst markahæstur í úrvalsdeildinni. Ég vona að ég muni enda sem einn af helstu markaskorurum tímabilsins. Til þess þarf ég að halda fótunum á jörðinni og leggja mikla vinnu á mig, ég þarf að halda rónni og halda áfram að njóta þess að spila fótbolta," sagði Díaz.

„Ég er rólegri og hamingjusamari núna heldur en í fyrra. Ég átti mjög erfitt ár en núna er ég 100% einbeittur að því sem ég þarf að gera til að ganga vel með Liverpool. Ég verð að vera betri og við allir sem lið. Vonandi getum við náð öllum okkar markmiðum á þessu tímabili."

En hver eru markmiðin hjá Liverpool?

„Við munum reyna að vinna hverja einustu keppni sem við tökum þátt í. Það er markmiðið okkar, það er það sem við stefnum að. Það er það sem þjálfarinn vill og það sem við viljum."

Díaz ræddi einnig um Arne Slot nýjan þjálfara og er mjög ánægður með Hollendinginn sem tók við af Jürgen Klopp.

„Hann hefur verið frábær frá því að hann kom til félagsins og við eigum í mjög góðu sambandi. Hann er frábær þjálfari bæði í samskiptum við leikmenn og taktískt. Við höfum sýnt mikil gæði í fyrstu leikjum tímabilsins."
Athugasemdir
banner
banner
banner