Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   lau 28. september 2024 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Potter tilbúinn fyrir endurkomu í fótbolta
Mynd: EPA
Það eru 17 mánuðir liðnir síðan Graham Potter var rekinn frá Chelsea og segist enski þjálfarinn vera tilbúinn til að taka til starfa á ný eftir að hafa átt í erfiðleikum með að komast yfir brottreksturinn.

Hinn 49 ára gamli Potter var rekinn í apríl 2023 eftir að hafa þjálfað Chelsea í sjö mánuði, en hann hafði skrifað undir fimm ára samning við félagið og var fyrsti þjálfarinn til að vera ráðinn eftir kaup Clearlake Capital og Todd Boehly á félaginu.

„Þetta er búið að vera smá sorgarferli en þetta er orðið mun betra með tímanum. Fyrstu sex mánuðirnir (eftir brottreksturinn) voru virkilega erfiðir vegna þess að ég hafði lagt svo mikla vinnu í að fá þetta tækifæri, sem gekk svo ekki upp," sagði Potter í viðtali við Telegraph.

„Ég skildi við Brighton á mjög góðum stað og mér líður eins og ég hafi valið rétt tækifæri, en þetta gekk bara ekki upp. Ég sé ekki eftir að hafa tekið við starfinu en auðvitað fann ég fyrir pirringi, reiði og smá biturð eftir að ég var látinn fara."

Potter hefur verið orðaður við fjölda þjálfarastarfa síðan hann var hjá Chelsea og viðurkennir að honum hafi borist ýmis starfstilboð. Þá segist hann vilja feta í fótspor manna eins og Eddie Howe og Unai Emery sem voru reknir úr þjálfarastörfum sínum en komu aftur til að gera frábæra hluti í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég er tilbúinn til að snúa aftur en starfið þarf að vera rétt.

„Það er ekki svo langt síðan Eddie Howe tók 18 mánaða pásu eftir að Bournemouth féll úr úrvalsdeildinni og núna er hann að gera frábæra hluti með Newcastle.

„Ef maður skoðar Unai Emery, hvernig hann hefur komið sterkur til baka eftir misheppnað dvöl sína hjá Arsenal. Þetta er það sem fótbolti snýst um."

Athugasemdir
banner
banner
banner