Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   lau 28. september 2024 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pep biður Arteta um útskýringu: Kannski hefur hann einhverjar upplýsingar
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Manchester City og Arsenal gerðu 2-2 jafntefli í afar áhugaverðum og spennandi slag um síðustu helgi og höfðu þjálfarar og leikmenn beggja liða mikið að segja í viðtölum að leikslokum.

Mönnum var heitt í hamsi á Etihad og rifust liðin nokkrum sinnum áður en stórslagurinn var flautaður af. Baráttan hélt svo áfram fyrir framan fréttamenn eftir lokaflautið.

Þar var Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, gagnrýndur fyrir að spila 'óíþróttamannslegan' fótbolta þar sem hans menn gerðu allt í sínu valdi til að tefja í skrýtnum seinni hálfleik, verandi einum leikmanni færri.

Arteta var spurður út í þennan fótbolta sem hans menn spiluðu í seinni hálfleiknum og ýjaði þjálfarinn að því að hann hafi lært þessa takta þegar hann starfaði undir stjórn Pep Guardiola hjá Man City.

„Ég var þarna í fjögur ár og ég hef allar upplýsingarnar, þannig að ég veit," sagði Arteta hlæjandi við fréttamann.

Guardiola var spurður út í þessi ummæli Arteta á fréttamannafundi í gær og bað um nánari útskýringu frá fyrrum lærlingi sínum.

„Næst þegar Mikel tjáir sig svona þá þarf hann að vera skýrari. Hann þarf að vera skýrari um nákvæmlega hvað það var sem gerðist á þessum fjórum árum. Þetta gæti verið tengt málinu gegn okkur sem er í 115 ákæruliðum, kannski hefur hann einhverjar upplýsingar um það. Ég veit ekki hvað hann meinti," sagði Guardiola.

„Næst þarf hann að segja þetta á skýrari máta í staðinn fyrir að búa til svona óvissuský. Hann þarf að vera nákvæmari."

   28.09.2024 07:00
„Viltu stríð? Þá færðu stríð"

Athugasemdir
banner
banner
banner