Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   lau 28. september 2024 10:25
Ívan Guðjón Baldursson
Skoða Ricci til að fylla í skarð Rodri
Powerade
Mikael Egill Ellertsson er hér í baráttu við Samuele Ricci.
Mikael Egill Ellertsson er hér í baráttu við Samuele Ricci.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
BBC hefur tekið saman slúðurpakka dagsins úr helstu miðlum og endurbirtist það hér í boði Powerade. Í dag er úr nógu að taka í slúðurheimum.


Enski landsliðsmaðurinn Angel Gomes, 24, er eftirsóttur af stórliðum á Englandi og víðar um Evrópu. Lille býst við að missa hann frá sér í janúar eða næsta sumar. (Telegraph)

Liverpool og Manchester United eru að berjast við Newcastle United í kapphlaupinu um Marc Guéhi, 24 ára miðvörð Crystal Palace og enska landsliðsins. (Football Insider)

Manchester City íhugar tilboð í ítalska landsliðsmanninn Samuele Ricci sem leikur með Torino á Ítalíu. Ricci er 23 ára gamall og gæti hjálpað til við að leysa hinn meidda Rodrigo af hólmi á miðjunni. (Guardian)

Liverpool er að skoða Karim Adeyemi, 22 ára sóknarleikmann Borussia Dortmund, til að styrkja sóknarlínuna sína á næsta ári. (Teamtalk)

Anthony Gordon, 23, er að skrifa undir sex ára samning við Newcastle. Þessar fregnir eru skellur fyrir Liverpool sem hefur mikinn áhuga á honum. (Mirror)

Liverpool hefur áhuga á Merlin Rohl, 22 ára miðjumanni Freiburg og U21 landsliðs Þýskalands. (Bild)

Arsenal hefur engan áhuga á að selja japanska varnarmanninn Takehiro Tomiyasu, 25, þrátt fyrir að hann sé orðaður við Inter í janúar. (Football Insider)

Barcelona er tilbúið til að borga Frenkie de Jong þau laun sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu, svo lengi sem miðjumaðurinn samþykki að vera seldur burt næsta sumar. De Jong, 27 ára, þykir einn af bestu miðjumönnum heims en Börsungar geta fengið inn væna summu fyrir sölu á honum. (Football Transfers)

Man Utd og Man City hafa bæði mikinn áhuga á Jeremie Frimpong, 23 ára vængbakverði Bayer Leverkusen og hollenska landsliðsins. (Football Insider)

Wolves þarf að borga 40 milljónir punda til að kaupa kantmanninn efnilega Luca Koleosho, 20, frá Burnley. Nottingham Forest og Newcastle hafa einnig áhuga á þessum U21 landsliðsmanni Ítalíu. (Football Insider)

Man Utd hefur fengið leyfi frá ensku úrvalsdeildinni til að stela dönskum táningi frá Arsenal. Sá heitir Chido Obi-Martin og sér ekki fram á að spila fyrir aðallið Arsenal á næstu árum vegna mikillar samkeppni. (Manchester Evening News)

Jorginho, 32 ára miðjumaður Arsenal og ítalska landsliðsins, er að íhuga að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið til að einbeita sér að þjálfun. (Football Transfers)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner