Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   lau 28. september 2024 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið dagsins: Raya klár í slaginn - Sancho byrjar
Mynd: EPA
Mynd: Chelsea
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Það hefjast fimm leikir á sama tíma í ensku úrvalsdeildinni í dag og hafa byrjunarlið dagsins verið tilkynnt.

Spænski markvörðurinn David Raya er á milli stanga Arsenal sem tekur á móti Leicester City, en hann var ekki með í deildabikarnum í miðri viku vegna meintra meiðsla eftir 2-2 jafntefli gegn Manchester City um síðustu helgi. Mikel Arteta teflir fram sama byrjunarliði og heimsótti Manchester um helgina, en Ben White er ekki í leikmannahópinum vegna meiðsla.

Steve Cooper gerir þá tvær breytingar á byrjunarliði Leicester frá síðustu umferð, þar sem Oliver Skipp og Facundo Buonanotte koma inn í liðið fyrir Bilal El Khannouss og Jordan Ayew sem setjast á bekkinn. Cooper virðist hér vera að þétta miðjuna hjá liðinu sínu.

Chelsea tekur á móti Brighton í áhugaverðum slag þar sem Enzo Maresca gerir eina breytingu á byrjunarliðinu sem lagði West Ham United að velli um síðustu helgi. Malo Gusto kemur inn í varnarlínuna fyrir Tosin Adarabioyo, sem sest á bekkinn. Jadon Sancho heldur byrjunarliðssæti sínu úti á kantinum.

Fabian Hürzeler gefur Ferdi Kadioglu sitt fyrsta byrjunarliðstækifæri í ensku úrvalsdeildinni og gerir í heildina þrjár breytingar frá 2-2 jafntefli gegn Nottingham Forest um síðustu helgi. Mats Wieffer og Adam Webster koma einnig inn í byrjunarliðið fyrir Joel Veltman, Jan Paul van Hecke og Simon Adingra. Joao Pedro er ekki í hóp vegna meiðsla.

Brentford fær West Ham í heimsókn og gerir Thomas Frank eina breytingu á byrjunarliðinu, þar sem Kevin Schade fær tækifæri í byrjunarliðinu fyrir Yego Yarmolyuk. Hamrarnir eru enn án Niclas Füllkrug og leiðir Michail Antonio sóknarlínuna og hefur Julen Lopetegui auk þess ákveðið að skipta Jean-Clair Todibo inn í varnarlínuna fyrir Konstantinos Mavropanos - á meðan Tomas Soucek tekur við af Édson Alvarez sem er í leikbanni.

Hákon Rafn Valdimarsson er á varamannabekknum hjá Brentford.

Everton fær Crystal Palace í heimsókn í áhugaverðri viðureign þar sem Sean Dyche gerir tvær breytingar á liðinu sem gerði jafntefli við Leicester um síðustu helgi á meðan Oliver Glasner gerir eina breytingu á liði Palace frá markalausu jafntefli gegn Manchester United.

Jarrad Branthwaite er kominn aftur úr meiðslum og spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu í hjarta varnarinnar hjá Everton og þá kemur Vitaliy Mykolenko einnig inn í varnarlínuna. James Garner og Michael Keane setjast á bekkinn. Jefferson Lerma kemur þá inn á miðjuna hjá Palace fyrir hinn meidda Chris Richards.
Jeffer

Að lokum fær Taiwo Awoniyi sinn fyrsta byrjunarliðsleik í ensku úrvalsdeildinni í sjö mánuði þegar Nottingham Forest spilar við Fulham.

Arsenal: Raya; Timber, Saliba, Gabriel, Calafiori; Partey, Rice, Trossard; Saka, Havertz, Martinelli
Varamenn: Neto, Nichols, Kiwior, Kacurri, Lewis-Skelly, Jorginho, Nwaneri, Sterling, Jesus

Leicester: Hermansen, Justin, Okoli, Faes, Kristiansen, Winks, Skipp, Ndidi, Buonanotte, Mavididi, Vardy.
Varamenn: Ward, Pereira, Coady, Choudhury, El Khannouss, Fatawu, Decordova-Reid, Ayew, Edouard.



Chelsea: Sanchez; Gusto, Fofana, Colwill, Cucurella; Caicedo, Enzo; Madueke, Palmer, Sancho; Jackson.
Varamenn: Jorgensen, Disasi, Tosin, Veiga, Lavia, Neto, Mudryk, Joao Felix, Nkunku.

Brighton: Verbruggen; Kadioglu, Dunk, Webster, Estupinan; Hinshelwood, Baleba; Wieffer, Rutter, Mitoma; Welbeck
Varamenn: Steele, Lamptey, Igor, Julio, Enciso, Moder, Minteh, Ayari, Ferguson



Brentford: Flekken, Van den Berg, Collins, Pinnock, Ajer, Janelt, Damsgaard, Carvalho, Lewis-Potter, Mbeumo, Schade.
Varamenn: Valdimarsson, Mee, Yarmolyuk, Meghoma, Konak, Trevitt, Roerslev, Kim, Yogane.

West Ham: Areola, Wan-Bissaka, Todibo, Kilman, Emerson,Rodriguez, Soucek, Paqueta, Kudus, Bowen, Antonio.
Varamenn: Fabianski, Cresswell, Soler, Coufal, Summerville, Mavropanos, Guilherme, Ings, Irving.



Everton: Pickford; Young, Tarkowski, Branthwaite, Mykolenko; Mangala, Doucoure; Lindstrom, McNeil, Ndiaye; Calvert-Lewin.
Varamenn:

Crystal Palace: Henderson; Munoz, Lacroix, Guehi, Mitchell; Lerma, Wharton, Kamada; Nketiah, Eze; Mateta.
Varamenn:



Nott. Forest: Sels, Murillo, Anderson, Awoniyi, Wood, Dominguez, Ward-Prowse, Moreno, Yates, Milenkovic, Aina.
Varamenn: Miguel, Morato, Williams, Hudson-Odoi, Toffolo, Jota, Elanga, Sosa, Boly.

Fulham: Leno, Andersen, Bassey, Iwobi, Jimenez, Lukic, , Pereira, Robinson, Smith Rowe, Tete, Traore.
Varamenn: Benda, Castagne, Diop, Reed, Berge, Cairney, Wilson, Nelson, Muniz.
Athugasemdir
banner
banner
banner