Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 16. júlí 2024 17:54
Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið Víkinga í Dublin: Arnar veðjar á hraðann
Ari kemur inn í stað NIkolaj
Ari kemur inn í stað NIkolaj
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar eru mættir á Tallaght Stadium í Dublin þar sem fram fer seinni leikur liðsins gegn Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Eftir markalausan leik í Víkinni þurfa Víkingar að sækja til sigurs ætli þér sér að fara áfram í keppninni. Arnar Gunnlaugssson þjálfari liðsins hefur opinberað byrjunarlið sitt.

Lestu um leikinn: Shamrock Rovers 2 -  1 Víkingur R.

Aðeins ein breyting er á liðinu frá fyrri leiknum í Víkinni. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen fær sér sæti á bekknum í stað Ara Sigurpálssonar. Það eru líka gleðitíðindi að Aron Elís Þrándarson er mættur á varamannabekk Víkinga á ný eftir meiðsli. Þá er Óskar Örn Hauksson styrktarþjálfari Víkinga einnig í leikmannahópnum.

Byrjunarlið Víkings
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
25. Valdimar Þór Ingimundarson

Athugasemdir
banner