Orri Steinn Óskarsson er eftirsóttur af mörgum félögum; Girona hefur boðið 15 milljónir evra í hann og fjallað hefur um áhuga fleiri félaga. Atalanta og Stuttgart höfðu verið nefnd og í dag fjalla ítalskir fjölmiðlar um að Bologna gæti notað hluta af peningunum sem félagið fær frá Manchester United vegna sölunnar á Joshua Zirkzee til þess að kaupa Orra.
Íslenski landsliðsframerjinn heldur á meðan áfram að standa sig vel hjá félagi sínu FC Kaupmannahöfn. Í dag skoraði hann í æfingaleik gegn SönderjyskE en bæði lið eru á fullu í undirbúningi fyrir tímabilið í dönsku úrvalsdeildinni. Orri lék á láni hjá SönderjyskE seinni hluta tímabilsins 2022/23. Með markinu í dag fylgdi Orri á eftir tvennunni sem hann skoraði gegn Plzen á föstudag.
Íslenski landsliðsframerjinn heldur á meðan áfram að standa sig vel hjá félagi sínu FC Kaupmannahöfn. Í dag skoraði hann í æfingaleik gegn SönderjyskE en bæði lið eru á fullu í undirbúningi fyrir tímabilið í dönsku úrvalsdeildinni. Orri lék á láni hjá SönderjyskE seinni hluta tímabilsins 2022/23. Með markinu í dag fylgdi Orri á eftir tvennunni sem hann skoraði gegn Plzen á föstudag.
Orri skoraði fyrsta mark leiksins í 3-2 sigri. Orri var í byrjunarliði FCK í leiknum og lék fyrstu 56 mínúturnar. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson spilaði seinni hálfleikinn hjá FCK. Hjá SönderjyskE voru Íslendingarnir þrír; Daníel Leó Grétarsson, Atli Barkarson og Kristall Máni Ingason allir í byrjunarliðinu.
Næstu leikir liðanna fara fram á sunnudag og mánudag þegar fyrsta umferðin í dönsku Superliga fer fram.
Fer hluti Zirkzee peninganna í að kaupa Orra Frey Óskarsson til Bologna? https://t.co/3hbmRTOaBE #fotbolti #slúðrið
— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) July 16, 2024
16. min: 1-0 til FCK afsluttet af Orri Óskarsson efter et flot, gennemspillet angreb (1-0) #fcksjf
— Sønderjyske Fodbold (@SJFodbold) July 16, 2024
Athugasemdir