Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 16. júlí 2024 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Ten Hag ósáttur með frammistöðu Man Utd í gær - úrslitin ekki aukaatriði
Erik Ten Hag var ósáttur í viðtali við MUTV í gær.
Erik Ten Hag var ósáttur í viðtali við MUTV í gær.
Mynd: Getty Images
Radek Vitek ver í leiknum í gær.
Radek Vitek ver í leiknum í gær.
Mynd: EPA
Erik ten Hag knattspyrnustjóri Man Utd er ósáttur við frammistöðu sinna manna í æfingaleik gegn norska liðinu Rosenborg í gær og neitar að taka undir það að úrslitin í fyrsta æfingaleik sumarsins séu aukaatriði.

Rosenborg vann leikinn 1 - 0 en maður leiksins var tvítugur markvörður Man Utd, Radek Vitek sem varði frábærlega fimm sinnum í leiknum en náði ekki að koma í veg fyrir sigurmark Noah Holm þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.

Vitek var að spila sinn fyrsta leik síðan Man Utd nýtti sér klásúlu um að framlengja samningi hans um ár.

Meðal leikmanna Man Utd í leiknum voru Marcus Rashford, Casemiro, Mason Mount, Aaron Wan-Bissaka og Jonny Evans.

„Úrslitin eru ekki aukaatriði," sagði Ten Hag við MUTV. „Þetta er undirbúningstímabil en það er vaninn hjá Manchester United að vinna leiki. Ef þú getur ekki unnið þá áttu ekki að tapa," hélt hann áfram.

„Þetta er ekki standardinn í topp fótbolta. Frammistaða okkar í dag er langt frá því að vera nógu góð. Við erum Manchester United og eigum að standa okkur betur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner