Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
   sun 18. júní 2023 12:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gísli Laxdal búinn að semja við Val? - Rúnar Már á leið heim
Lengjudeildin
Gísli Laxdal.
Gísli Laxdal.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Greint var frá því í Þungavigtinni að Gísli Laxdal Unnarsson, leikmaður ÍA, væri búinn að semja við Val.

Gísli verður samningslaus í haust og má semja við annað félag til að ganga í raðir þess eftir tímabilið. Í þættinum var sagt frá því að það væri ekki útilokað að Valur myndi mögulega borga fyrir Gísla til að fá hann strax í glugganum.

„Mögulega verður hann tekinn í glugganum ef Valsmennn borga uppsett verð. Það voru mörg félög á eftir honum í haust eftir að Skaginn féll og hann hefur ákveðið að fara á Hlíðarenda," sagði Kristján Óli Sigurðsson í þættinum.

Gísli er sóknarsinnaður leikmaður, 22 ára gamall, sem spilar oftast á vinstri kantinum. Hann er lykilmaður í liði ÍA, lék alla leiki liðsins á síðasta tímabili og hafði þangað til á föstudag byrjað alla leiki liðsins í Lengjudeildinni. Hann á að baki einn U21 landsleik og hefur skorað 11 mörk í 66 leikjum í efstu deild á ferlinum.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Valur einnig í viðræðum við Rúnar Már Sigurjónsson um að ganga til liðs við félagið í júlí en Skagamenn hafa einnig rætt við hann. Rúnar er miðjumaður sem fagnar 33 ára afmælisdegi sínum í dag. Rúnar lék með Voluntari í Rúmeníu fyrri hluta árs en samningur hans er að renna út.

Sjá einnig:
Gísli á samningsári - Vonar að hann veki næga athygli á sér erlendis
Gísli Laxdal á reynslu hjá Norrköping

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner