Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 18. október 2024 21:03
Brynjar Ingi Erluson
Tinna Brá gengin í raðir Vals (Staðfest)
Tinna Brá er komin í rauða búninginn
Tinna Brá er komin í rauða búninginn
Mynd: Valur
Valur var ekki lengi að tilkynna hver tæki við markvarðarstöðunni af Fanneyju Ingu Birkisdóttur sem gekk í raðir Häcken í kvöld, en félagið hefur fengið Tinnu Brá Magnúsdóttir frá Fylki.

Tinna Brá er tvítug og uppalin í Gróttu en spilað síðustu þrjú ár með Fylki.

Þar hefur hún gert vel en á tíma hennar hjá Fylki vann hún sér sæti í A-landsliðinu og spilaði sinn fyrsta leik í 2-0 sigri á Eistlandi.

Hún fór með Fylki upp í Bestu deildina á síðasta ári en féll síðan aftur niður í Lengjudeildina í síðasta mánuði. Tinna var með bestu markvörðum Bestu deildarinnar í sumar og komst meðal annars á varamannabekkinn í liði ársins hér á Fótbolta.net.

Tinna er nú gengin í raðir Vals og gerir þriggja ára samning, en hún er í skýjunum með að vera mætt til félagsins.

„Það er geggjað að vera búin að semja við Val sem er auðvitað eins og allir vita í fremstu röð þegar kemur að kvenna íþróttum. Maður finnur það þegar maður kemur að Hlíðarenda hversu mikill metnaður er í öllu hérna. Valur er frábært félag og hér ætla ég að vera. Ég hlakka sérstaklega til þess að vinna með Gísla markmannsþjálfara aftur, en við þekkjumst vel frá því ég var í Gróttu,“ sagði Tinna Brá við undirskrift.

Björn Steinar Jónsson, varaformaður knattspyrnudeildar Vals, segist spenntur fyrir komu Tinnu.

„Tinna sýndi það með frammistöðu sinni í sumar að hún er markvörður í fremstu röð. Hér í Val viljum við bjóða upp á alvöru metnað þegar kemur að því að hlúa að leikmönnum og gera þá enn betri. Tinna er þannig leikmaður og ég er ekki í vafa um að hún muni nýtast okkur frábærlega innan sem utan vallar,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner