Bandaríski miðjumaðurinn Weston McKennie hefur verið leikmaður Juventus frá 2020 og hefur oft á tíðum verið orðaður í burtu frá félaginu.
Hann hefur ekki alltaf átt fast sæti í byrjunarliðinu en er staðráðinn í að sanna sig.
„Ég er ánægður hjá Juventus, mér líkar vel í Turín, ég hef verið hérna í fjögur ár og vil vera hérna eins lengi og hægt er en það fer eftir því hvað félagið vill," sagði McKennie.
„Þegar ég kom fyrst var mér sagt að Juventus væri of stórt fyrir mig en ég geri allt til að afsanna það."
Hann hefur brugðið sér í alla kvikinda líki en hann spilaði í að hluta til í bakverði í bikarsigri gegn Caglari á dögunum.
„Svo framarlega sem ég fæ að spila er mér alveg sama, ég myndi fara í markið. Ég byrjaði á vængnum undir stjórn Allegri," sagði McKennie.
Athugasemdir