Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 21. desember 2024 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Minntust fórnarlamba í Magdeburg - „Ómögulegt að tala um fótbolta"
Mynd: Bayern München
Það var lítið sem ekkert rætt um fótbolta á blaðamannafundi eftir leik Bayern gegn Leipzig í þýsku deildinni í gær.

Það gerðust hræðilegir atburðir í þýsku borginni Magdeburg þar sem aðili keyrði á fjölda fólks á jólamarkaði í borginni. Þetta átti sér stað um klukkutíma fyrir leik Bayern og Leipzig en að minnsta kosti tveir eru látnir og 60 slasaðir.

„Það er nánast ómögulegt að tala um fótbolta í kvöld. Núna er fólkið í Magdeburg okkur efst í huga. Vonandi verður friður einhverntíman, ekki bara í Þýskalandi heldur alls staðar. Við unnum í dag en vonandi verða fleiri sigrar fyrir frið á næsta ári," sagði Vincent Kompany stjóri Bayern.

„Ég hef heyrt fréttirnar frá Magdeburg, það setur hlutina í allt annað samhengi. Já, við spiluðum fótbolta. Já, við töpuðum og það sanngjarnt. Benjamin Henrichs gæti verið alvarlega meiddur en aðrir hlutir áttu sér stað í dag sem eru ekki góðir," sagði Marco Rose stjóri Leipzig.


Athugasemdir
banner
banner
banner