
HM innkast dagsins var tekið upp á flugvellinum í Gelendzhik rétt fyrir flug til Volgograd þar sem Ísland mætir Nígeríu á föstudaginn.
Magnús Már Einarsson og Arnar Daði Arnarsson fóru yfir málin ásamt Guðmundi Hilmarssyni íþróttafréttamanni á Morgunblaðinu.
Gummi kom með góðar sögur af því þegar Gylfi Þór Sigurðsson var að sparka í bolta í garðinum hjá honum á yngri árum. Gylfi og Viktor Örn, sonur Gumma, hafa verið bestu vinir síðan í æsku og Gummi fór yfir spyrnutæknina með þeim í Hafnarfirðinum í gamla daga.
Farið var vel yfir Nígeríu leikinn og stöðuna í riðlinum. Byrjunarliðið gegn Nígeríu var skoðað og Gummi boðar komu gamla skólans á Instagram í umræðu um vinsældir Rúriks Gíslasonar þar.
Magnús Már Einarsson og Arnar Daði Arnarsson fóru yfir málin ásamt Guðmundi Hilmarssyni íþróttafréttamanni á Morgunblaðinu.
Gummi kom með góðar sögur af því þegar Gylfi Þór Sigurðsson var að sparka í bolta í garðinum hjá honum á yngri árum. Gylfi og Viktor Örn, sonur Gumma, hafa verið bestu vinir síðan í æsku og Gummi fór yfir spyrnutæknina með þeim í Hafnarfirðinum í gamla daga.
Farið var vel yfir Nígeríu leikinn og stöðuna í riðlinum. Byrjunarliðið gegn Nígeríu var skoðað og Gummi boðar komu gamla skólans á Instagram í umræðu um vinsældir Rúriks Gíslasonar þar.
HM Innköstin:
10 - Foringinn, fluguhræðsla og félagaskipti
9 - Tómas Þór um landsliðið og lífið í Rússlandi
8 - Lokað á hrokafulla Argentínumenn
7 - Mállítill Messi og síðustu vangaveltur fyrir stærsta leikinn
6 - Flugferð og framtíð Heimis
5 - Svaðilför í Svartahaf og tími til að tengja
4 - Sturlaður ferill Hannesar og fyrstu varamenn
3 - Pælingar við sundlaugarbakkann
2 - Edda uppljóstrar leyndarmálum í Rússlandi
1 - Mismikil bjartsýni eftir Ganaleik
Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir