Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   fim 20. júlí 2023 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Í viðræðum um nýjan samning - „Alltaf draumur að spila úti"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Birnir Snær Ingason á innan við hálft ár eftir af samningi sínum við Víking. Samningurinn rennur út í lok árs og mega önnur félög ræða við leikmanninn upp á að fá Birni í sínar raðir eftir tímabilið á frjálsri sölu.

Birnir var til viðtals í gær í aðdraganda leiksins gegn Riga í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Birnir var spurður út í samningsmálin.

„Það er eitthvað í gangi, eins og gengur og gerist. Ég er sáttur hér og þetta kemur allt í ljós," sagði Birnir. „Nei, ekkert svoleiðis," sagði leikmaðurinn aðspurður hvort önnur félög hefðu sett sig í samband við sig.

Er þetta eitthvað sem hann vill bíða með til að halda möguleikum opnum?

„Ég veit það ekki, það eru viðræður í gangi, að sjálfsögðu þegar það gengur vel þá langar manni - og alltaf draumur - að spila úti. En eins og er ég bara mjög sáttur hér," sagði Birnir.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var á dögunum spurður hvort hann teldi það hafa haft áhrif á Birni í vetur að vita hann væri á samningsári. Birnir fékk sömu spurningu.

„Já, það spilar örugglega inn í. Síðasta tímabil var ekki nógu gott hjá mér og ég vissi að ég þyrfti að stíga upp. Ég veit ekki hvort það var samningurinn eða annað sem spilaði inn í, en ég vissi að ég þyrfti að stíga upp," sagði Birnir.

Hann er 26 ára kantmaður sem hefur skorað sex mörk og lagt upp fimm í Bestu deildinni á tímabilinu.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:45 á Víkingsvelli og þurfa heimamenn í Víkingi að vinna upp tveggja marka forskot Riga til að fara áfram.
Birnir Ingason: Auðvitað var ég ekki sáttur en ég skildi ástæðuna
Athugasemdir
banner
banner
banner