Jasmín Erla Ingadóttir, markadrottning Bestu deildarinnar, hefur rift samningi sínum við Stjörnuna. Hún staðfestir þetta í samtali við Vísi.
Fyrr í dag var sagt frá því að Katrín Ásbjörnsdóttir hefði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við félagið.
Jasmín átti hreint út sagt stórkoslegt tímabil og endaði hún sem markadrottning Bestu deildarinnar með ellefu mörk. Hún var valin í lið ársins, líkt og Katrín.
„Markadrottning Bestu deildarinnar var að eiga sitt besta tímabil á ferlinum eftir að hafa komið til baka bæði eftir krossbandsslit og barneign. Var verðlaunuð fyrir góða frammistöðu í sumar með sæti í A-landsliðinu," sagði umsögn um Jasmín þegar lið ársins var tilkynnt.
Jasmín, sem leikur sem sóknarsinnaður miðjumaður, stefnir á það að komast út í atvinnumennsku í vetur.
Sjá einnig:
Skuggaframherjinn sem á skilið tækifæri með íslenska landsliðinu
Athugasemdir