Ronaldo, fyrrum landsliðsframherji Brasilíu, stefnir á að verða forseti fótboltasambandsins þar í landi.
Þessi 48 ára gamli Brasilíumaður átti frábæran feril en hann varð m.a. heimsmeistari í tvígang.
Spænski miðillinn Sport greinir frá því að Ronaldo stefni á að verða næsti forseti sambandsins og hans helsta markmið sé að ráða Pep Guardiola sem landsliðsþjálfara.
Kosið verður um nýjan forseta á næsta ári en hann mun hefja störf árið 2026. Ednaldo Rodrigues, núverandi forseti, ætlar sér að bjóða sig fram aftur.
Athugasemdir