Cole Palmer, leikmaður Chelsea, gat ekki tekið þátt í landsleikjaglugganum með Englandi vegna meiðsla.
Hann átti því frí um liðna helgi en hann nýtti fríið með því að fara á leik Stockport County og Wrexham í ensku C-deildinni.
Hann átti því frí um liðna helgi en hann nýtti fríið með því að fara á leik Stockport County og Wrexham í ensku C-deildinni.
Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson byrjaði leikinn fyrir Wrexham en það var Stockport sem fór með sigur af hólmi, 1-0.
Palmer reyndi að láta lítið fyrir sér fara á leiknum en hann var í stórum jakka, með húfu og trefil.
Palmer, sem er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, er frá Wythenshawe sem er nálægt Stockport, þar sem leikurinn fór fram.
Cole Palmer was in the crowd watching Stockport County this weekend. pic.twitter.com/mZKTWs3Cz6
— Frank Khalid OBE (@FrankKhalidUK) November 17, 2024
Athugasemdir