Robin van Persie, fyrrum leikmaður Arsenal og Man Utd, segir að hann muni ekki vera velkominn til Arsenal í framtíðinni.
Þessi 41 árs gamli Hollendingur spilaði með Arsenal í átta ár áður en hann gekk til liðs við Man Utd en það var ekki vinsælt hjá stuðningsmönnum Arsenal.
Hann hóf þjálfaraferil sinn í sumar þegar hann tók við sem stjóri Herenveen. Hann var spurður að því hvort hann sæi fyrir sér að stýra Arsenal eða Man Utd.
„Ég geri ekki ráð fyrir því að vinna hjá Arsenal. Ég held að dyrnar séu lokaðar út af tíma mínum hjá Man Utd. Maður veit aldrei í fótbolta en ég efast um það. Þetta er enn viðkvæmt fyrir þeim en ekki mér. Þetta er sérstaklega viðkvæmt fyrir stuðningsmenn Arsenal," sagði Van Persie.
Athugasemdir