Kylian Mbappe hefur ekki verið valinn í franska landsliðið í síðustu tveimur landsliðsgluggum en hann hefur ekki farið nægilega vel af stað með Real Madrid.
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, sagðist hafa tekið þá ákvörðun að velja Mbappe ekki í hópinn en leikmaðurinn hafi sjálfur viljað það. Franskir fjölmiðlar sögðu hins vegar frá því að Mbappe vilji ekki spila fyrir Deschamps.
Franski landsliðsmaðurinn Ibrahima Konate stendur við bakið á landa sínum.
„Hann er einn af mínum vinum, einhver sem mér þykir mjög vænt um. Ef hann á við einhver sálfræðileg vandamál að stríða í lífinu munum við hjálpa honum," sagði Konate.
„Við vitum hvaða gæði hann hefur, hann er einn besti leikmaður í heimi. Allir leikmenn fara í gegnum erfiða tíma svo ég hef engar áhyggjur af honum. Ég get ekki beðið eftir því að hann nái aftur fram sínu besta."