Man Utd orðað við tvo leikmenn Sporting - Hvað verður um Neymar? - Fyrrum lærisveinn Slot orðaður við Liverpool - Nær Arsenal í Vlahovic?
   mán 18. nóvember 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir hjá Sporting orðaðir við Man Utd - Nær Slot í gamlan lærisvein?
Powerade
Geovany Quenda er efnilegur kantmaður.
Geovany Quenda er efnilegur kantmaður.
Mynd: Getty Images
Viktor Gyökeres er líka orðaður við Man Utd.
Viktor Gyökeres er líka orðaður við Man Utd.
Mynd: EPA
Framtíð Neymar er í óvissu.
Framtíð Neymar er í óvissu.
Mynd: Getty Images
Orkun Kokcu í leik með Feyenoord.
Orkun Kokcu í leik með Feyenoord.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðrinu þennan mánudaginn. Það er líklega ekki hægt að byrja vikuna betur en með því að renna yfir slúðrið.

Manchester United er að reyna að fá kantmanninn Geovany Quenda (17) frá Sporting Lissabon. Hann hefur verið að heilla með frammistöðu sinni þrátt fyrir ungan aldur. (A Bola)

Man Utd hefur einnig verið tjáð að Sporting þurfi að selja sóknarmanninn Viktor Gyökeres (26) en það er ólíklegt að það gerist í janúar. (Mirror)

Barcelona er að íhuga að bjóða markverðinum Wojciech Szczesny (34) nýjan samning aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann gekk í raðir félagsins. (Marca)

Unai Emery, stjóri Aston Villa, gæti hugsað sér að selja miðvörðinn Diego Carlos (31) í janúar. (Football Insider)

Neymar (32) gæti snúið aftur til uppeldisfélagsins, Santos, þar sem núverandi félag hans, Al-Hilal, er orðið þreytt á meiðslavandræðum hans. (Cesar Luis Merlo)

Umboðsmaður Neymar neitar fyrir það að viðræður séu í gangi um að hann yfirgefi Al-Hilal og hann segir jafnframt að Brasilíumaðurinn sé sáttur hjá félaginu. (Fabrizio Romano)

Orkun Kokcu (23) segir að Arne Slot, stjóri Liverpool, hafi haft mikil áhrif á feril sinn en hann lék áður fyrir hann hjá Feyenoord. Kokcu hefur verð orðaður við Liverpool. (Liverpool Echo)

Fulham hefur bæst í kapphlaupið um Igor Jesus (23), framherja Botafogo í Brasilíu. (TBR Football)

Tottenham er að skoða þann möguleika að kaupa Harry Winks (28) aftur til félagsins eftir að hafa selt hann til Leicester á síðasta ári. (Fichajes)

Arsenal er að fylgjast með stöðu mála hjá sóknarmanninum Dusan Vlahovic (24) hjá Juventus. (Rudy Galetti)

Crystal Palace er að skoða að kaupa sóknarmann í janúarglugganum en félagið er ekki með mikið á milli handanna. (GiveMeSport)

Khvicha Kvaratskhelia (23), framherji Napoli, gæti yfirgefið ítalska félagið þar sem viðræður um nýjan samning hafa dregist á langinn. Barcelona og PSG hafa áhuga á honum. (Goal)

Það eru engin plön um að Paul Pogba (31) æfi með Manchester United. (TalkSport)

Búist er við að Frank Lampard verði einn af þeim fimm stjórum sem Coventry ræði við um stjórastarfið hjá sér. (Telegraph)

West Ham og Southampton eru að eltast við skosku tvíburana Cole og Dylan Williams (16) sem eru á mála hjá Airdrie í heimalandinu. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner