Man Utd orðað við tvo leikmenn Sporting - Hvað verður um Neymar? - Fyrrum lærisveinn Slot orðaður við Liverpool - Nær Arsenal í Vlahovic?
   mán 18. nóvember 2024 11:20
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Liverpool Echo 
Van Dijk yfirgefur hollenska landsliðshópinn
Van Dijk sem er hér í baráttu við Jón Dag Þorsteinsson í leik í júní er á leið til Liverpool að nýju.
Van Dijk sem er hér í baráttu við Jón Dag Þorsteinsson í leik í júní er á leið til Liverpool að nýju.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Virgil van Dijk varnarmaður Liverpool hefur yfirgefið hollenska landsliðshópinn og er á leið til Liverpool að nýju.

Van Dijk spilaði allan leikinn þegar Holland vann 4-0 sigur á Ungverjalandi í Þjóðdeildinni á laugardaginn.

Þar með varð ljós að Hollendingar eru komnir í fjórðungsúrslit keppninnar og Ronald Koeman þjálfari Hollendinga leyfði honum því að fara fyrr heim til Liverpool.

Liverpool á leik gegn Southampton á sunnudaginn í ensku úrvalsdeildinnni en framundan eru svo leikir gegn Real Madrid (27. nóv) og Man City (1. des) svo það verður álag á hópnum.

Auk Van Dijk fékk Frenkie De Jong leikmaður Barcelona líka að fara heim og þeir missa því báðir af leiknum gegn Bosníu í Zenica annað kvöld. Koeman segir ákvörðunina tekna með hag leikmannana í huga.
Athugasemdir
banner
banner
banner