Paul Pogba rifti formlega samningi sínum við ítalska félagið Juventus í síðustu viku.
Pogba féll á lyfjaprófi eftir fyrsta deildarleik síðasta tímabils þar sem hann var með of hátt magn af testósteróni í líkamanum og var í kjölfarið dæmdur í fjögurra ára bann frá fótbolta.
Pogba féll á lyfjaprófi eftir fyrsta deildarleik síðasta tímabils þar sem hann var með of hátt magn af testósteróni í líkamanum og var í kjölfarið dæmdur í fjögurra ára bann frá fótbolta.
Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn, CAS, ákvað fyrir stuttu að lækka refsingu hans niður í 18 mánuði og má hann því byrja að æfa í janúar og spila aftur í mars.
Hann var ekki í plönum Juventus og var samningi hans því rift. Eftir að samningnum var rift fóru af stað sögur um að hann myndi æfa á æfingasvæði Manchester United.
Pogba lék áður með United og vakti þetta upp frekari sögur um að hann myndi semja aftur við enska félagið. En það er ekki satt að Pogba muni æfa í Manchester. Hann mun æfa einn í Miami í Bandaríkjunum.
Pogba hefur ekkert rætt við Man Utd en hann hefur verið mest orðaður við Marseille í Frakklandi.
Athugasemdir