Það verður fróðlegt að sjá hvernig Age Hareide mun stilla upp byrjunarliði Íslands gegn Wales í Cardiff annað kvöld. Hrikalega öflug innkoma varamannana í Svartfjallalandi býr til jákvæðan hausverk fyrir þann norska.
Ísland mun með sigri enda í öðru sæti riðilsins, jafntefli eða tap og þriðja sæti verður niðurstaðan. Annað sætið gefur umspil um sæti í A-deild en þriðja sætið umspil um að halda sér í B-deild.
Wales hefur einnig að miklu að keppa, liðið getur endað númer eitt, tvö eða þrjú í riðlinum. Það er því fróðlegur úrslitaleikur framundan.
Ísland mun með sigri enda í öðru sæti riðilsins, jafntefli eða tap og þriðja sæti verður niðurstaðan. Annað sætið gefur umspil um sæti í A-deild en þriðja sætið umspil um að halda sér í B-deild.
Wales hefur einnig að miklu að keppa, liðið getur endað númer eitt, tvö eða þrjú í riðlinum. Það er því fróðlegur úrslitaleikur framundan.
Svona spáum við varnarlínunni
Eins og mikið hefur verið fjallað um þá hefur Ísland ekki framleitt gæða varnarmenn á færibandi síðustu árin. Það er hreinlega ekki um auðugan garð að gresja.
Aron Einar Gunnarsson meiddist í Svartfjallalandi og Guðlaugur Victor Pálsson kom þá öflugur inn. Logi Tómasson verður í banni á morgun og spáum við því að Valgeir Lunddal færist í vinstri bakvörðinn og Alfons Sampsted komi inn í byrjunarliðið.
Verða sömu vopn notuð aftur af bekknum?
Ísak Bergmann og Mikael Egill Ellertsson komu gríðarlega sterkir inn af bekknum og breyttu leiknum í Svartfjallalandi. Þeir gera sterkt tilkall til að byrja leikinn núna en mögulega verða þeir samt aftur í sama hlutverki, settir inná til að hafa áhrif. Það er hreinlega líklegt.
Þó Jón Dagur hafi ekki átt sinn besta leik í Svartfjallalandi þá er hann oftast meðal bestu leikmanna Íslands í landsleikjum og mun væntanlega halda sæti sínu. Fótbolti.net spáir því að miðjan og sóknin verði sú sama og í Svartfjallalandi.
Koma Ísak og Mikael inn?
Til gamans má velta fyrir sér útfærslunni ef Hareide ákveður að verðlauna leikmennina ungu með byrjunarliðssæti. Hugsanlega færist þá Jóhann Berg innar á völlinn.
Kannski kemur Hareide með einhverjar vísbendingar á fréttamannafundi seinna í dag. Alls ekki gera ráð fyrir því hinsvegar því hann er afskaplega vanur því að halda spilunum þétt að sér!
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Tyrkland | 5 | 3 | 2 | 0 | 8 - 3 | +5 | 11 |
2. Wales | 5 | 2 | 3 | 0 | 5 - 3 | +2 | 9 |
3. Ísland | 5 | 2 | 1 | 2 | 9 - 9 | 0 | 7 |
4. Svartfjallaland | 5 | 0 | 0 | 5 | 1 - 8 | -7 | 0 |
Athugasemdir