Man Utd orðað við tvo leikmenn Sporting - Hvað verður um Neymar? - Fyrrum lærisveinn Slot orðaður við Liverpool - Nær Arsenal í Vlahovic?
   mán 18. nóvember 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hringir og hringir en fær ekkert svar
Ramos er fyrrum fyrirliði Real Madrid.
Ramos er fyrrum fyrirliði Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Real Madrid er í meiðslavandræðum í vörninni og er að skoða möguleika sína.

Eitt nafn sem hefur komið upp aftur og aftur er nafn fyrrum fyrirliða liðsins, Sergio Ramos.

Ramos er enn án félags eftir að hafa yfirgefið Sevilla síðastliðið sumar en hann er goðsögn hjá Real Madrid.

Spænska stórveldið hefur þó ekki áhuga á því að fá hann aftur. Samkvæmt Marca þá hefur Ramos hringt ítrekað í menn innan félagsins til að reyna að koma sér aftur að en það er ekki áhugi fyrir því hjá Real að fá hann aftur.

Aymeric Laporte, sem spilar í Sádi-Arabíu, þykir meira spennandi kostur fyrir Real Madrid á þessum tímapunkti. Mario Hermoso hjá Atletico Madrid og Jonathan Tah hjá Bayer Leverkusen eru einnig orðaðir við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner