Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2024 19:41
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Óvænt úrslit í Noregi - Man City í 8-liða úrslit
Sædís og stöllur hennar í Vålerenga fagna jöfnunarmarkinu
Sædís og stöllur hennar í Vålerenga fagna jöfnunarmarkinu
Mynd: Getty Images
Þýskalandsmeistarar Bayern München töpuðu óvænt stigum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við norsku meistarana í Vålerenga í Osló.

Íslensku landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir spiluðu báðar leikinn.

Glódís var með fyrirliðabandið í vörn Bayern á meðan Sædís byrjaði í vængbakverðinum hjá Vålerenga.

Norska liðið hafði ekki tekist að ná í stig í keppninni fram að þessum leik og var ekki útlit fyrir það kæmi í kvöld þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka.

Jovana Damnjanovic skoraði fyrir Bayern eftir sendingu Giuliu Gwinn.

Þegar lítið var eftir af leiknum tókst Vålerenga að jafna metin með marki frá Elisu Thorsnes og þar við sat.

Bayern er áfram taplaust á toppi C-riðils með 10 stig en Vålerenga á botninum með eitt stig.

Khadija 'Bunny' Shaw skoraði bæði mörk Manchester City í 2-1 sigrinum á Hammarby í Stokkhólmi.

Shaw tók forystuna fyrir Man City á 31. mínútu en Ellen Wangerheim svaraði snemma í þeim síðari með góðu marki. Shaw gerði sigurmarkið nokkrum mínútum síðar og sá til þess að ná í fjórða sigurinn af fjórum mögulegum.

Man City er á toppnum í D-riðli með 12 stig, sex stigum meira en Evrópumeistarar Barcelona. Man City er þá búið að tryggja sæti sitt í 8-liða úrslitum.

Vålerenga 1 - 1 Bayern
0-1 Jovana Damnjanovic ('75 )
1-1 Elise Thorsnes ('88 )

Hammarby 1 - 2 Manchester City
0-1 Bunny Shaw ('31 )
1-1 Ellen Wangerheim ('48 )
1-2 Bunny Shaw ('52 )
Athugasemdir
banner
banner