Jörundur við hlið nýja landsliðsþjálfarans Åge Hareide með einn rjúkandi kaffibolla á Samsungvellinum.
Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, ræddi við Fótbolta.net í vikunni. Hann ræddi um nýja landsliðsþjálfarann Age Hareide og frábæran árangur íslensku U19 landsliðanna.
Bæði lið eru á leið í lokakeppni EM í sumar. Strákarnir tryggðu sér farmiðann til Möltu í lok mars og stelpurnar fylgdu á eftir með því að tryggja sér farmiðann til Belgíu fyrr í þessum mánuði.
Bæði lið eru á leið í lokakeppni EM í sumar. Strákarnir tryggðu sér farmiðann til Möltu í lok mars og stelpurnar fylgdu á eftir með því að tryggja sér farmiðann til Belgíu fyrr í þessum mánuði.
Stórkostlegt afrek og á undan áætlun
„Þetta er náttúrulega alveg stórkostlegt og mikið afrek að vera með bæði liðin á leiðinni í lokakeppni. Við vorum búin að setja okkur markmið að fyrir árið 2025 ætluðum við að vera með allavega eitt lið í lokakeppni. Við erum á undan áætlun og það að vera með bæði U19 liðin í lokakeppni á sama ári er stórkostlegt."
„Við höfum reyndar alltaf haft þá skoðun að 2004 árgangarnir séu góðir í báðum kynjum. Þetta eru árgangarnir sem fóru verst út úr covid. Þess þá heldur er þetta enn frekara merki um það hversu góður árangurinn er. Það eru bara átta lið í úrslitum og við erum nú þegar að hefja undirbúning fyrir þetta allt saman."
„En það eru ákveðin flækjustig, það eru leikir hér heima (í deildunum) sem þarf að skoða og 'release' fyrir leikmenn erlendis. Þetta er ekki spilað í alþjóðlegum gluggum og það eru alls konar flækjustig sem við erum byrjuð að skoða, en vonandi náum við að leysa þetta."
Jörundur nefnir að mótin fara fram utan landsleikjaglugga. Þess vegna mega félög hafna beiðnum frá KSÍ um að fá leikmenn í lokakeppnina. Eru einhverjar áhyggjur að erlend félög muni hreinlega segja nei við KSÍ?
„Já og nei. Þetta hefur hingað til ekki verið vandamál. Við erum að funda með UEFA varðandi þessi mál núna, sjá hvort að UEFA geti eitthvað aðstoðað okkur með þetta. Ég vonast til þess að félög þessara leikmanna sem eru erlendis muni sjá hag bæði þeirra og leikmanna í að leyfa þeim að spila. Það er okkar helsta ósk að svo verði."
Á tvíbura sem leika með liðunum
Það vill svo til að Jörundur á tvíbura sem eru í U19 landsliðunum. Hvernig er að sjá þau Sigurberg Áka og Snædísi Maríu ná þessum árangri?
„Það er bara mjög gaman. Ég reyni nú yfirleitt að vera aðeins til hlés, en auðvitað er gaman að eiga krakka í sitthvoru liðinu. Þetta er sama fyrir Óskar Hrafn (Þorvaldsson) og hans konu (Laufey Kristjánsdóttir), þau eiga líka börn í liðunum. Auðvitað er maður stoltur af krökkunum sínum og vonar að þeim gangi sem allra, allra best. Þau vita að þetta er mikil vinna en hafa fengið stuðning. Vonandi halda þau áfram að standa sig vel."
„Nei, ég er það í rauninni ekki (stressaður þegar þau spila). Ég hugsa að móðir þeirra (Herdís Sigurbergsdóttir) sé mun stressaðri en ég. En auðvitað tekur það smá á taugarnar."
„Fyrst og fremst er ég að hugsa um hag íslenska fótboltans og að liðunum gangi vel. Það er svona mín aðalsýn á þetta, hvort sem að þau eru þarna eða ekki. En auðvitað er það extra bónus að þau séu þarna," sagði Jörundur.
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan sem og viðtöl við þjálfara U19 landsliðanna.
Með því að smella hér má nálgast viðtal sem RÚV tók við þau Herdísi og Jörund.
Aðeins tvær þjóðir náðu að tryggja sér þátttökurétt bæði í lokakeppni kvenna og karla á EM u19 ára liða í sumar, Spánn og Ísland ???????? Mér finnst það sturluð staðreynd. pic.twitter.com/LFsiNXHYTy
— Helga Helgadóttir (@HelgaHelgadtti3) April 16, 2023
Athugasemdir