Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Freysi orðaður við starfið hjá Cardiff
Mynd: Kortrijk
Freyr Alexandersson þjálfari er mikils metinn í fótboltaheiminum eftir frábæran árangur með fallbaráttuliðum Lyngby og Kortrijk hingað til á þjálfaraferlinum.

Cardiff City er í þjálfaraleit eftir slæma byrjun á nýju tímabili í Championship deildinni og hefur Freyr verið sterklega orðaður við starfið.

   22.09.2024 14:00
Bulut rekinn frá Cardiff (Staðfest)


Cardiff er í eigu sömu aðila og eiga belgíska félagið Kortrijk. Þeir þekkja því vel til Freys og meta hann mikils.

Freyr hefur áður sagst vera tilbúinn til að taka við Cardiff ef tækifærið gefst, en hann er 41 árs gamall og gerði frábæra hluti sem þjálfari í kvennaboltanum áður en hann skipti alfarið yfir í karlaboltann.

   27.05.2024 17:15
Freysi: Myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff


Áður en hann tók við Lyngby starfaði Freyr sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla, en þar áður hafði hann starfað í fimm ár sem aðalþjálfari A-landsliðs kvenna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner