Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 23. desember 2024 14:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alessandro Nesta rekinn frá Monza (Staðfest) - Vann einungis einn leik
Mynd: Getty Images
Alessandro Nesta var í dag rekinn sem stjóri ítalska félagsins Monza en sparkið kemur í kjölfar 2-1 taps gegn Juventus í gær. Það var þriðja tap Monza í röð.

Monza hefur ekki unnið í síðustu níu leikjum og situr í botnsæti deildarinnar. Fimm stig eru upp í Verona sem er í 17. sætinu, síðastaö örugga sætinu í ítölsku úrvalsdeildinni. Nesta vann einungis einn leik hjá Monza en sigurinn kom einmitt gegn Verona.

Nesta, sem er 48 ára, var á sínu fyrsta ári sem þjálfari Monza en áður hafði hann stýrt Reggiana, Frosinone, Perugia og Miami FC.

Hann er þekktari fyrir leikmannaferil sinn en hann lék í um áratug hjá Lazio í upphafi ferilsins áður en hann skipti yfir til AC Milan þar sem hann var í annan áratug.

Hann vann ítölsku deildina þrisvar sinnum, bikarinn þrisvar sinnum, Meistaradeildina tvisvar og Evrópukeppni bikarhafa einu sinni.

Hann lék 78 landsleiki á sínum ferli og varð heimsmeistari með Ítölum sumarið 2006.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 17 13 1 3 42 19 +23 40
2 Napoli 17 12 2 3 26 12 +14 38
3 Inter 15 10 4 1 40 15 +25 34
4 Lazio 17 11 1 5 32 24 +8 34
5 Fiorentina 15 9 4 2 28 11 +17 31
6 Juventus 17 7 10 0 28 13 +15 31
7 Bologna 16 7 7 2 23 18 +5 28
8 Milan 16 7 5 4 25 16 +9 26
9 Udinese 16 6 2 8 19 25 -6 20
10 Roma 17 5 4 8 23 23 0 19
11 Empoli 17 4 7 6 16 19 -3 19
12 Torino 17 5 4 8 17 22 -5 19
13 Genoa 17 3 7 7 14 26 -12 16
14 Lecce 17 4 4 9 11 29 -18 16
15 Parma 17 3 6 8 23 33 -10 15
16 Como 16 3 6 7 18 28 -10 15
17 Verona 17 5 0 12 21 40 -19 15
18 Cagliari 17 3 5 9 16 28 -12 14
19 Venezia 17 3 4 10 17 30 -13 13
20 Monza 17 1 7 9 15 23 -8 10
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner