Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 21. desember 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dvöl Andra Fannars í Svíþjóð lokið - Áhugi úr stærri deildum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elfsborg hefur staðfest að Andri Fannar baldursson hafi yfirgefið félagið.

Þessi 22 ára gamli miðjumaður gekk til liðs við Elfsborg á láni sumarið 2023 og félögin komust að samkomulagi síðasta sumar um að framlengja samninginn út árið.

„Takk kærlega fyrir, ég hef átt góðan tíma hérna. Félagið er eins og stór fjölskylda og ég er mjög þakklátur fyrir tímann sem ég hef átt hérna," sagði Andri í samtali við heimasíðu félagsins en hann lék 47 leiki fyrir félagið. Hann gekkst undir aðgerð á dögunum og verður frá næstu 2-3 mánuðina.

Það er áhugi á Andra Fannari úr stærri deildum en hann er samningsbundinn ítalska félaginu Bologna. Elfsborg reyndi að kaupa hann í sumar en hann var of dýr.

„Lánssamningurinn hefur verið árangursríkur fyrir okkur. Við gerum samning við Bologna sem hentaði báðum liðum og en við fáum líka prósentu af næstu mögulegu sölu á Andra," sagði Stefan Andreasson, þjálfari Elfsborg.

„Hann hefur sýnt gæði og átti stóran þátt í árangrinum í deildinni og nú í Evrópu. Sem manneskja hefur Andri sýnt hvernig á að haga sér sem atvinnumaður í fótbolta. Hann verður minnst á besta mögulega máta og við munum fylgjast með ferlinum sem ég trúi að verður farsæll," sagði Andreasson að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner