KA2 gerði sér lítið fyrir og lagði Þór að velli í Kjarnafæði mótinu.
KA2 stillti upp ungu liði en þó voru aðalliðsmennirnir Hallgrímur Mar Steingrímsson og Bjarni Aðalsteinsson í byrjunarliðinu í fyrri hálfleik.
Leiknum lauk með 2-0 sigri KA þar seem Andri Valur Finnbogason og Markús Máni Pétursson skoraði mörkin.
Þórsarar reyndu hvað þeir gátu að koma sér inn í leikinn undir lokin en Jóhann Mikael Ingólfsson lokaði fyrir rammann.
Þetta var síðasti leikur mótsins fyrir jól en það heldur áfram á fullu strax eftir áramót.
Athugasemdir