Lovísa Guðrún Einarsdóttir er gengin til liðs við Selfoss en hún kemur frá ÍR.
Lovísa er fædd árið 2000 en hún hefur verið fyrirliði ÍR undanfarin ár.
Lovísa er fædd árið 2000 en hún hefur verið fyrirliði ÍR undanfarin ár.
Hún er uppalin í Fylki en gekk til liðs við ÍR árið 2020 og lék 105 leiki og skoraði 61 mark fyrir liðið. Hún kemur nú til með að hjálpa Selfossi sem féll úr Lengjudeildinni síðasta sumar eins og ÍR.
„Við bindum miklar vonir við að reynsla og gæði Lovísu muni nýtast leikmannahóp Selfossliðsins og hlökkum til að vinna með henni," sagði Gunnar Borgþórson þjálfari liðsins.
Þá hefur Selfoss tilkynnt að Katrín Ágústsdóttir hafi framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára. Katrín er fædd árið 2005 en hún hefur leikið 81 leik fyrir liðið og skorað 10 mörk. Hún á að baki þrjá landsleiki fyrir U19 landslið Íslands.
Athugasemdir