Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   fös 20. desember 2024 23:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Reijnders hetja Milan
Mynd: EPA
Verona 0 - 1 Milan
0-1 Tijjani Reijnders ('56 )

AC Milan lagði Verona af velli í ítölsku deildinni í kvöld.

Milan varð fyrir áfalli snemma leiks þegar Rafael Leao þurfti að fara af velli og er kominn á langan meiðslalista liðsins. Theo Hernandez hefur ekki átt fast sæti í liðinu að undanförnu ene hann kom inn á sem varamaður í stað Leao.

Tijjani Reijnders var hetja Milan en hann skoraði með viðstöðulausu skoti rétt fyrir utan vítateiginn eftir stungusendingu frá Youssouf Fofana.

Milan hefur verið í miklum vandræðum á þessu tímabili en liðið er komið í 7. sæti eftir sigurinn í kvöld. Verona er í 17. sæti, stigi frá fallsæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 28 18 7 3 63 27 +36 61
2 Napoli 28 18 6 4 45 23 +22 60
3 Atalanta 28 17 7 4 63 26 +37 58
4 Juventus 28 13 13 2 45 25 +20 52
5 Lazio 28 15 6 7 50 36 +14 51
6 Bologna 28 13 11 4 44 34 +10 50
7 Roma 28 13 7 8 43 30 +13 46
8 Fiorentina 28 13 6 9 43 30 +13 45
9 Milan 28 12 8 8 42 32 +10 44
10 Udinese 28 11 7 10 35 38 -3 40
11 Torino 28 8 11 9 33 34 -1 35
12 Genoa 28 7 11 10 26 36 -10 32
13 Como 28 7 8 13 34 44 -10 29
14 Cagliari 28 6 8 14 28 43 -15 26
15 Verona 28 8 2 18 28 58 -30 26
16 Lecce 28 6 7 15 20 46 -26 25
17 Parma 28 5 9 14 34 48 -14 24
18 Empoli 28 4 10 14 23 45 -22 22
19 Venezia 28 3 10 15 23 42 -19 19
20 Monza 28 2 8 18 23 48 -25 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner