Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   lau 21. desember 2024 10:18
Elvar Geir Magnússon
Ari Sigurpáls og Gísli Gotti gestir á X977 í dag
Mynd: Getty Images
Síðasti útvarpsþáttur Fótbolta.net fyrir jól verður á dagskrá í dag klukkan 12. Elvar Geir og Tómas Þór eru í hátíðarskapi í þráðbeinni útsendingu á X977.

Hlustaðu á þáttinn í beinni

Farið verður yfir fréttir vikunnar, þar á meðal landsliðsþjálfaraleitina. Hver er núna líklegastur til að taka við landsliðinu og hvaða þrjú eru það sem sjá um leitina?

Gestir eru svo Ari Sigurpálsson og Gísli Gottskálk Þórðarson, hinir ungu og frábæru leikmenn Víkings. Fjallað verður um Evrópuævintýri Víkinga sem ætlar engan enda að taka.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner