Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   lau 21. desember 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn í dag - Toppslagur í Barcelona
Raphinha hefur verið sjóðandi heitur á tímabilinu
Raphinha hefur verið sjóðandi heitur á tímabilinu
Mynd: EPA
Það er risaleikur í spænsku deildinni í kvöld þegar Barcelona fær Atletico Madrid í heimsókn.

Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar en Barcelona hefur verið í miklu brasi að undanförnu og aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum.

Atletico Madrid hefur hins vegar unnið síðustu sex leiki sína og unnið ellefu leiki í röð í öllum keppnum en liðið á leik til góða á Barcelona.

Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad heiemsækja Celta Vigo.

Spánn: La Liga
13:00 Getafe - Mallorca
15:15 Celta - Real Sociedad
17:30 Osasuna - Athletic
20:00 Barcelona - Atletico Madrid
Athugasemdir
banner
banner
banner