Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   lau 24. ágúst 2024 22:47
Brynjar Ingi Erluson
Alisson hafnaði Sádi-Arabíu - „Hugsaði aldrei um að fara“
Alisson Becker
Alisson Becker
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alisson Becker, markvörður Liverpool á Englandi, segist aldrei hafa hugsað um að fara frá félaginu í þessum glugga, en hann hafnaði því að fara til Sádi-Arabíu og er skuldbindinn Liverpool.

Brasilíski markvörðurinn hefur verið einn sá besti í heiminum síðustu ár.

Hann hefur átt mikilvægt hlutverk í frábæru gengi félagsins síðan hann kom frá Roma fyrir sex árum.

Í sumar var orðrómur um að hann gæti yfirgefið Liverpool og farið til Sádi-Arabíu, en hann viðurkenni í viðtali við Telegraph að hann hafi hafnað því tækifæri.

Alisson er samningsbundinn Liverpool til 2026 og á félagið svo möguleika á að framlengja samninginn um ár til viðbótar.

„Ég er samningsbundinn Liverpool og vil virða samning minn við félagið. Ég vil klára samninginn hér eða jafnvel gera nýjan,“ sagði Alisson við Telegraph.

„Ég er ótrúlega ánægður hér. Fjölskyldan her ánægð og þetta fór aldrei svo langt að ég fór að tala um laun og svona hluti við þá. Þetta var bara áhugi, en þegar maður heyrir tölurnar sem aðrir leikmenn eru að fá þá eðlilega laðast maður svolítið að því. Það er eðlilegt.“

„Í lok dags þá spilar maður fótbolta fyrir ástina. Það er það sem maður vill gera, en þetta er líka vinnan okkar og því viljum við nota árin sem við höfum til að gera sem mest úr því. Ég er alveg opinn fyrir þessu, en ekki á þessum tímapunkti. Þetta er ekki rétti tíminn.“

„Ég er einbeittur á það sem við höfum hér hjá Liverpool og á meðan ég er samningsbundinn. Öll mín einbeiting verður á Liverpool, en það væri allt annað samtal ef það væri í hag Liverpool að fara í viðræður um mig. Akkúrat núna er ég einbeittur á lífið og mína vinnu, sem er hér í Liverpool.“


Jürgen Klopp, maðurinn sem fékk Alisson frá Roma, hætti í sumar og tók Arne Slot við. Hollendingurinn ræddi við markvörðinn varðandi framtíðina, en Alisson hafði gert upp hug sinn áður en þeir ræddu saman.

„Ég hugsaði aldrei um að fara. Ég hafði alltaf ákveðið að vera áfram. Eins og ég sagði, þá á ég tvö ár eftir og svo á félagið möguleika á að framlengja hann um annað ár. Þannig ég mun ekki fara núna og hugsaði aldrei um það. Þegar áhuginn kom frá Sádi-Arabíu gat ég ekki bara lokað dyrunum, en ákvörðun mín var alltaf að vera áfram og einbeita mér að því sem við getum afrekað hér. Þetta er nýtt upphaf og er ég spenntur fyrir því. Við erum að byrja upp á nýtt með nýja orku og er ég spenntur að sjá hvað þetta tímabil mun færa okkur,“ sagði Alisson.
Athugasemdir
banner
banner
banner