Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 24. ágúst 2024 19:26
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Varslan var lykilaugnablik leiksins
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: John Walton
David Raya átti vörslu dagsins
David Raya átti vörslu dagsins
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hrósaði liði sínu fyrir frammistöðuna í 2-0 sigrinum á Aston Villa á Villa-Park í dag.

Aston Villa skapaði sér tvö dauðafæri í leiknum til að taka forystuna en í síðara færinu varði David Raya frábærlega frá Ollie Watkins.

Arsenal kom sér betur inn í leikinn og skoraði tvö mörk á tíu mínútum og tryggði sér annan sigurinn á tímabilinu.

„Við þurftum að breyta skriðþunganum. Við áttum tíu mínútna kafla þar sem við náðum ekki takti og þá voru Aston Villa með völdin.“

„Þeir fengu stórt færi sem David varði á ótrúlegan hátt og það var svona töfra augnablik leiksins. Ég gaf Trossard síðan augnablikið til að ná stjórn á leiknum,“
sagði Arteta sem var gríðarlega ánægður með Raya.

„Við fengum fá færi á okkur og þar verð ég að hrósa liðinu því þetta er erfiður völlur heim að sækja, en þegar við þurftum á honum að halda var hann klár og átti þessa stórkostlegu vörslu.“

Bukayo Saka kom að báðum mörkum Arsenal en Arteta vildi ekki henda öllu hrósinu á hann.

„Það var ekki bara Saka heldur spiluðu þeir allir með mikinn persónuleika. Aston Villa fór meira varnarsinnað inn í leikinn en við vorum að búast við, en við náðum að aðlagast og sýndi liðið mikið hugrekki í spilamennsku sinni.“

„Ég segi það aftur. Einstaklingar stigu upp þegar við þurftum á þeim að halda og höfðu áhrif á leikinn. Það er ástæðan fyrir því að við unnum leikinn.“

„Á pappír hefur frammistaðan í síðustu tveimur leikjum sýnt að við áttum að vinna sannfærandi, en við skoruðum ekki og því vantaði eitthvað. Okkur tókst það í dag,“
sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner