Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   lau 24. ágúst 2024 21:01
Brynjar Ingi Erluson
Dramatískur endir í Íslendingaslag - Birkir spilaði tuttugu mínútur í tapi
Birkir Bjarnason kom inn af bekknum í síðari hálfleik
Birkir Bjarnason kom inn af bekknum í síðari hálfleik
Mynd: Getty Images
Það vantaði ekki dramatíkina í leik NAC Breda og Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld, en gestirnir stálu sigrinum með tveimur mörkum í uppbótartíma

Elías Már Ómarsson er fastamaður í liði Breda sem vann sér sæti í deildina fyrir þetta tímabil og þá gekk Kolbeinn Birgir Finnsson í raðir Utrecht á dögunum.

Kolbeinn sat allan tímann á varamannabekk Utrecht í dag á meðan Elías byrjaði hjá Breda áður en honum var skipt af velli á 68. mínútu.

Breda komst yfir á 37. mínútu leiksins en fékk jöfnunarmark í andlitið á fyrstu mínútu í uppbótartíma síðari hálfleiks. Lars Mol, 19 ára leikmaður Breda, fékk að líta rauða spjaldið þremur mínútum síðar áður en Ohio gerði dramatískt sigurmark Utrecht á lokasekúndum leiksins.

Utrecht fer upp í annað sæti deildarinnar með 7 stig en Breda er í 11. sæti með 3 stig.

Birkir Bjarnason, leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins, spilaði síðustu tuttugu mínúturnar fyrir Brescia sem tapaði fyrir Cittadella, 1-0, í B-deildinni á Ítalíu. Brescia er með þrjú stig eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner