Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 24. ágúst 2024 21:19
Brynjar Ingi Erluson
Kaupir Arsenal framherja fyrir gluggalok? - „Við erum svolítið þunnskipaðir“
Gabriel Jesus er að glíma við meiðsli
Gabriel Jesus er að glíma við meiðsli
Mynd: EPA
Spænski stjórinn Mikel Arteta gaf það til kynna eftir 2-0 sigur Arsenal á Aston Vill að félagið gæti bætt við sig framherja áður en glugginn lokar í næstu viku.

Arsenal spilaði ekki með hreinræktaðan framherja gegn Villa, en Gabriel Jesus hefur verið að glíma við meiðsli og þá er Eddie Nketiah á förum frá félaginu. Nketiah sat allan tímann á bekknum í dag.

Stuðningsmenn hafa kallað eftir því að framherji verði keyptur fyrir lok gluggans og vildi Arteta ekki útiloka þann möguleika þegar hann ræddi við fjölmiðla í kvöld.

„Við erum rosalega ánægðir með hópinn. Gabriel Jesus er að glíma við meiðsli. Það er alveg rétt og við söknuðum hans í dag. Við erum svolítið þunnskipaðir, þannig ef við getum gert eitthvað þá munum við gera það,“ sagði Arteta þegar hann var spurður út í styrkingu.

Óvíst er hve lengi Jesus verður frá en Arteta fær þær niðurstöður á næstu dögum.

„Við verðum að bíða og sjá. Við fáum niðurstöðurnar á morgun eða mánudag og þá vitum við hvort þetta séu einhverjir dagar eða vikur sem hann verður frá,“ sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner