Borussia D. 2 - 0 Eintracht Frankfurt
1-0 Jamie Bynoe-Gittens ('72 )
2-0 Jamie Bynoe-Gittens ('90 )
1-0 Jamie Bynoe-Gittens ('72 )
2-0 Jamie Bynoe-Gittens ('90 )
Enski vængmaðurinn Jamie Bynoe-Gittens kom inn af bekknum og skoraði bæði mörk Borussia Dortmund í 2-0 sigrinum á Eintracht Frankfurt í fyrstu umferð þýsku deildarinnar í dag.
Bynoe-Gittens hefur verið á mála hjá Dortmund síðustu tvö ár en hann spilaði áður með unglingaliðum Chelsea, Manchester City og Reading.
Hann tók Jadon Sancho-leiðina og fór til Dortmund þar sem hann hefur fengið að vaxa og dafna.
Vængmaðurinn byrjaði á bekknum gegn Frankfurt en kom inn fyrir Karim Adeyemi þegar rúmur hálftími var eftir. Frankfurt fékk algert dauðafæri til að komast yfir er Fares Chaibi fékk boltann í miðjum teignum en lúðraði honum yfir markið.
Bynoe-Gittens tók síðan leikinn í sínar hendur. Hann skoraði fyrra mark sitt á 72. mínútu með glæsilegu innanfótar skoti í slá og inn, áður en hann bætti við öðru eftir langan sprett frá eigin vallarhelmingi.
Góð byrjun hjá Dortmund á tímabilinu, sem er nú með þrjú stig en Frankfurt án stiga.
Athugasemdir