Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 23. september 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pep ósáttur: Neitum að tala við dómarann næst
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, svaraði spurningum eftir 2-2 jafntefli gegn Arsenal í gær.

Það var um margt að ræða og var Guardiola sérstaklega ósáttur með ákvörðun Michael Oliver dómara í jöfnunarmarki Arsenal í fyrri hálfleik.

Oliver dæmdi þá aukaspyrnu á miðjum velli og kallaði báða fyrirliðana, Kyle Walker og Bukayo Saka, til sín til að ræða málin.

Eftir samræðurnar var Walker á leið aftur í stöðu sína í hægri bakverði en Arsenal tók aukaspyrnuna hratt og sendi boltann út á kantinn þar sem Walker var alltof seinn. Sú sókn endaði með marki og kvörtuðu leikmenn City sáran.

„Í fyrstu var ég reiður út í Kyle en hann hefur rétt fyrir sér. Dómarinn kallar hann til sín og gefur honum svo ekki tíma til að fara aftur í stöðuna sína. Næst þegar dómarinn biður fyrirliðann okkar um að tala við sig þá munum við neita því," sagði Guardiola meðal annars.

„Við erum búnir að skapa góða samkeppni við Arsenal að undanförnu, ekki ósvipuð þeirri sem við höfðum við Liverpool undir stjórn Jürgen Klopp. Arsenal er liðið með mikinn persónuleika en það erum við líka og við sýndum það í dag.

„Þetta var erfiður leikur. Það er aldrei auðvelt að skora tvö mörk gegn Arsenal. Þeir hafa verið helsta samkeppnin okkar í titilbaráttunni síðustu tvö ár og munu halda áfram að berjast."

Athugasemdir
banner
banner
banner